/

Saga félagsins

Um okkur

Saga félagsins

Árið 1937 var stofnár Flugfélags Akureyrar og frá því liggur óslitinn þráður til fyrirtækisins sem í dag heitir Icelandair. Allt frá upphafi hafa fraktflutningar skipað mikilvægan sess í starfsemi félagsins.

Báðir forverar Icelandair, Loftleiðir og Flugfélag Íslands, fluttu varning með farþegaflugi sínu og með vélum sem hannaðar voru fyrir bæði frakt- og farþegaflutninga. Við stofnun Icelandair árið 1973, var komið á legg sérstakri fraktflutningadeild innan fyrirtækisins.

Auk þess að flytja frakt með farþegaflugi, hófst sérhæft fraktflug með Boeing 737 vélum árið 1997. Vegna mikillar eftirspurnar var Boeing 757 fraktvélum bætt við flotann árið 1999.

Til að undirstrika mikilvægi fraktflutninga fyrir Icelandair var sjálfstætt dótturfélag, Icelandair Cargo, stofnsett árið 1999.

Í dag heldur Icelandair Cargo úti tveimur fraktflugvélum af gerðinni Boeing 767 ásamt því að nýta fraktrými í farþegakerfi Icelandair.