/

Verðmætaflutningar

Vörur og þjónusta

Verðmætaflutningar

Sendingar sem innihalda afar dýrmæta hluti (VAL) þurfa sérstakt eftirlit. Vöruafgreiðsla og flutningur fer fram eftir skilgreindum öryggisreglum allt frá móttöku til afhendingar, í samræmi við reglur brottfararstaðar og áfangastaðar.

Um verðmætaflutning er að ræða þegar nauðsynlegt er að taka sérstakar ráðstafanir til að tryggja örugga flutninga, alveg frá því að tekið er við vörunni þar til hún er komin á áfangastað.

Öryggi verðmætasendinga er tryggt með eftirfarandi hætti:

  • Varningur er geymdur í fjárhirslu eða öðru áþekku öryggishólfi.
  • Öryggisfulltrúi fylgist með vöruafgreiðslu og hleðslu flugvélar á upphafsstöð og endastöð.
  • Sendingar eru alltaf staðfestar fyrirfram.
  • Gætt er fyllsta trúnaðar milli sendanda og flytjanda.

Skilyrði og sérstakar kröfur:

  • Bóka þarf flutning ekki síðar en 24 klst. fyrir brottför.
  • Fylgja þarf reglum um pakkningar vel eftir.
  • Einungis er tekið á móti verðmætaflutningum á takmarkaðan fjölda áfangastaðastaða.
  • Nauðsynlegt er að bóka á virkum degi.

Nánari upplýsingar veitir söludeild Icelandair Cargo